Heilaheilsa býður upp á fjölbreytt námskeið og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin henta vel þeim sem vilja læra um heilann og heilaheilsuvænt líf sem og bæta hugræna getu. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Heilaheilsu.

Næstu námskeið vera haldin haustið 2022

Bóka námskeið

Hleð inn ...

Heilaþjálfun – þjálfun hugrænna þátta

Næsta námskeið hefst í september 2022.

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um og þjálfa hugræna þætti, s.s. minni, athygli og einbeitingu á markvissan hátt. 

Á námskeiðinu kortleggja þátttakendur sína hugrænu styrkleika og veikleika og þjálfa hugræna getu með  aðstoð tölvuforrita.  Einnig er unnið með markmiðasetningu, mótstöðu fyrir breytingum og áhugahvöt.

Markmiðið með námskeiðinu er að auka innsæi í eigin styrkleika og veikleika og auka árangur í lífi og starfi með þjálfun og fræðslu á hugrænum þáttum. 

Námskeiðið er fjarnámskeið og fer fram á ZOOM

Námskeiðið er 6 kennslustundir sem hver um sig er klukkutími. Til viðbótar er boðið upp á tveggja tíma eftirfylgdar tíma með mælingu á hugrænni getu 3 vikum eftir að námskeiði lýkur. Innifalið í gjaldi er mæling á hugrænni getu fyrir og eftir námskeiðið, aðgangur að tölvuforritum á meðan á námskeiði stendur, handbók og allar glærur.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur. 

Námskeið

Heilaheilsuvænt líf

Næsta námskeið hefst í september 2022

Á námskeiðinu er fjallað um árangursríkar leiðir til að hámarka getu hugans og viðhalda góðri heilaheilsu út lífið. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um heilaheilsu og leiðir til að efla hugarstarf. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri aðferðir til að bæta heilaheilsu sem þeir geta svo tileinkað sér, eftir þörfum, í sínu daglega lífi. Á námskeiðinu er fjallað töluvert um bókina Keep Sharp eftir Dr. Sanjay Gupta og geta áhugasamir lesið hana. 

Námskeiðið er fjarnámskeið og fer fram á ZOOM

 

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur.

Námskeið

Hugræn endurhæfing fyrir fólk með geðraskanir – námskeið fyrir fagaðila

Næsta námskeið hefst í september 2022.

Námskeiðið er ætlað fagaðilum sem vinna með einstaklingum sem glíma við einhverjar áskoranir tengdum hugrænni getu og/eða félagsskilning, og vilja læra hagnýtar leiðir sem nýtast í starfi. 

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur tileinki sér aðferðir hugrænnar endurhæfingar fyrir ýmsa hópa og geti innleitt í starfi sínu undir handleiðslu. Þá eru einnig ólíkar meðferðarnálganir kynntar og útfærslur á þeim. 

Námskeiðið fer fram í gegnum ZOOM í tvö skipti 3 klukkustundir í senn.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur.

Námskeið

Höldum fókus – heilaheilsa og hugræn þjálfun fyrir 60+

Námskeiðið er ætlað einstaklingum um og yfir 60 ára sem hafa áhuga á að læra leiðir til að viðhalda og efla heilaheilsu og getu hugans. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem vinna með eldra fólki, vilja auka þekkingu sína á heilaheilsu og fá verkfæri til að nýta í daglegu starfi.

Á námskeiðinu eru kenndar hagnýtar aðferðir til þess að viðhalda heilaheilsu og bæta við sig hugrænni færni.

Námskeiðið er 2 klukkustundir í senn eða eftir samkomulagi.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur.

Námskeið

Minni og minnistækni/námstækni

Næsta námskeið hefst í september 2022. 

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um minni og læra aðferðir sem hámarka getu okkar til að muna.  

Markmiðið með námskeiðinu er að veita fræðslu um minni og kynna árangursríkar aðferðir til að muna betur og bæta þannig árangur og getu í daglegu lífi. Námskeiðið, sem nær yfir tvo tíma, samanstendur af fræðslu fyrirlestrum og kennslu aðferða sem bæta og styðja við minni.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur

Námskeið