Heilaheilsa býður upp á fjölbreytt námskeið og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin henta vel þeim sem vilja læra um heilann og heilaheilsuvænt líf sem og bæta hugræna getu. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Heilaheilsu.

Bóka námskeið

Hleð inn ...

Heilaþjálfun og minnistækni

Heilaþjálfun með tölvuforritum er árangursrík aðferð til að bæta hugræna þætti, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða, stýrifærni og /eða minni. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt og læra minnistækni. 

Markmið námskeiðs:

 1. Auka þekkingu á hugrænum þáttum, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða og/eða hvaða hlutverki þeir spila í okkar daglega lífi.
 2. Auka þekkingu á hugrænum vanda
 3. Auka þekkingu á eigin hugrænu styrkleikum og veikleikum.
 4. Bæta hugarstarf með þjálfun. 
 5. Læra minnis- og skipulagstækni

Innifalið í námskeiði er:

 • Grunnlínumæling á hugrænni getu
 • Aðgangur að netfyrirlestrum um hugarstarf, hugrænan vanda, heilaþoku, heilaheilsu, heilaþjálfun og minnistækni. Fyrirlesari er dr. Ólína G. Viðarsdóttir
 • Aðgangur að tölvuforritinu Lumosity í 12 vikur
 • Vinnubókin “Heilaþjálfun og minnistækni”

Verð: 14.900

Námskeið

Allt um heilahristing og langvarandi einkenni heilahristings

Heilaheilsa býður nú upp á námskeið um heilahristing og langvarandi heilahristingseinkenni. Rannsóknir sýna að þekking á heilahristingi og skilningur á þáttum sem viðhalda langvarandi einkennum sé lykilatriði í árangursríkri meðferð eftir heilahristing. Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í greiningu og meðferð langvarandi einkenna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvað gerist í heilanum við heilahristing?
 • Af hverju er ég enn með einkenni?
  • Farið er ítarlega í helstu þætti sem viðhalda langvarandi einkennum
 • Réttindi eftir heilahristing
 • Náin sambönd og kynlíf eftir heilahristing
 • Aftur til náms/vinnu/leiks eftir heilahristing
 • Svefn eftir heilahristing
 • Árangursrík meðferð við langvarandi einkennum

Námskeiðið fer fram á netinu og getur þátttakandi horft á allt efnið á eigin hraða.

Þátttakandi fær einnig vinnubókina “Meðferð eftir heilahristing“.

Kennari: Dr. Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur. Ólína hefur sérhæft sig í mati og meðferð heilahristingseinkenna

Verð: 19.900

Skráning fer fram hér á vefsíðu Heilaheilsu

Höldum fókus – heilaheilsa og hugræn þjálfun fyrir 60+

Næsta námskeið fer fram haustið 2022

Námskeiðið er ætlað einstaklingum um og yfir 60 ára sem hafa áhuga á að læra leiðir til að viðhalda og efla heilaheilsu og getu hugans. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem vinna með eldra fólki, vilja auka þekkingu sína á heilaheilsu og fá verkfæri til að nýta í daglegu starfi.

Á námskeiðinu eru kenndar hagnýtar aðferðir til þess að viðhalda heilaheilsu og bæta við sig hugrænni færni.

Námskeiðið er 2 klukkustundir í senn eða eftir samkomulagi.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur.

Námskeið

Minni og minnistækni/námstækni

Næsta námskeið hefst í september 2022. 

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um minni og læra aðferðir sem hámarka getu okkar til að muna.  

Markmiðið með námskeiðinu er að veita fræðslu um minni og kynna árangursríkar aðferðir til að muna betur og bæta þannig árangur og getu í daglegu lífi. Námskeiðið, sem nær yfir tvo tíma, samanstendur af fræðslu fyrirlestrum og kennslu aðferða sem bæta og styðja við minni.

Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur

Námskeið