Loading...
Allt um heilahristing

19.900 kr.

Fékkstu heilahristing fyrir nokkrum vikum, mánuðum eða árum og ert enn með einkenni?

Þekking á heilahristingi og skilningur á þáttum sem viðhalda langvarandi einkennum er lykilatriði í árangursríkri meðferð eftir heilahristing.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvað gerist í heilanum við heilahristing?
  • Af hverju er ég enn með einkenni?
  • Áhrif á taugakerfið, hormón og hjarta- og æðakerfið
  • Bólgumyndun og efnaskipti
  • Truflun í sjónkerfi og jafnvægiskerfi
  • Náin sambönd og kynlíf eftir heilahristing
  • Aftur til náms/vinnu/leiks eftir heilahristing
  • Svefn eftir heilahristing
  • Árangursrík meðferð við langvarandi einkennum

Aðgangur að öllu efni er opinn sex mánuði og getur þátttakandi horft á allt efnið á eigin hraða

Innifalið í verði er einnig meðferðarhandbók við langvarandi heilahristingseinkennum

Fyrirlesari: Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Ólína hefur sérhæft sig í mati og meðferð heilahristingseinkenna

 

„Námskeiðið var mjög gagnlegt, ekki aðeins fyrir mig heldur einnig fyrir maka minn sem tók þátt. Ég hafði leitað hátt í ár að einhverjum til að aðstoða mig með mín einkenni. Það var því mjög hughreystandi að hlusta á fagaðila telja upp öll þau einkenni sem hafa verið að há mér og fá staðfestingu á því að þau eru eðlileg og hægt sé að vinna sig í gegnum þau.“ – umsögn þátttakanda

Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.