Loading...
Hugræn endurhæfing/heilaþjálfun

29.900 kr.

Viltu bæta hugarstarf og heilaheilsu?

Hugræn endurhæfing (cognitive remediation)  er atferlismiðuð sálfræðimeðferð með það að markmiði að efla hugarstarf og auka árangur í daglegu lífi og starfi. Meðferðin felur í sér beina þjálfun hugrænna þátta þar sem notast er m.a. við tölvuforrit. Einnig eru kenndar gagnlegar aðferðir til að hámarka hugarstarf í daglegu lífi.

Námskeiðið felur í sér fræðslu í formi netfyrirlestra um heilann og hugarstarf sem þátttakendur horfa á á milli tíma. Þátttakendur fá aðgang að mínum síðum Heilaheilsu þar sem þeir geta nálgast allt efnið á meðan á námskeiði stendur. Hver fyrirlestur er um 20-30 mínútur. Auk þess er ætlast til þess að þátttakendur þjálfi heilann með tölvuforriti að minnsta kosti 2x í viku í 60 mínútur á meðan á námskeiði stendur.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt og læra minnis- og skipulagstækni. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og því geta allir sótt þessa meðferð, óháð aldri, færni eða hugrænni getu.

 

Markmið námskeiðs:

  • Auka þekkingu á hugrænum þáttum, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða og/eða hvaða hlutverki þeir spila í okkar daglega lífi.
  • Auka þekkingu á hugrænum vanda
  • Auka þekkingu á eigin hugrænu styrkleikum og veikleikum
  • Bæta hugarstarf með þjálfun
  • Læra minnis- og skipulagstækni

Innifalið í námskeiði er:

  • Mæling á hugrænni getu. Notast er við rafrænt próf sem þátttakandi fær sent í tölvupósti. Prófið tekur um 40 mínútur og birtast niðurstöður í ítarlegri skýrslu.
  • Aðgangur að tölvuforriti í 12 vikur
  • Aðgangur að 8 netfyrirlestrum um heilann, hugarstarf og hugrænan vanda. Aðgangur að netfyrirlestrum er opin í 3 mánuði
  • Verkefnabók

 

Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.