Loading...
Hugræn endurhæfing/heilaþjálfun

89.900 kr.

Vilt þú bæta hugarstarf og heilaheilsu?

Hugræn endurhæfing (cognitive remediation)  er atferlismiðuð sálfræðimeðferð með það að markmiði að efla hugarstarf og auka árangur í daglegu lífi og starfi. Meðferðin felur í sér beina þjálfun hugrænna þátta þar sem notast er m.a. við tölvuforrit. Einnig eru kenndar gagnlegar aðferðir til að hámarka hugarstarf í daglegu lífi. Hver tími byggist upp af verkefnavinnu, umræðum og heilaþjálfun. Þátttakendur koma með spjaldtölvur með sér í meðferðina. Ef þátttakandi á ekki spjaldtölvu til afnota, mun Heilaheilsa skaffa spjaldtölvu sem þátttakandi hefur til afnota á meðan á meðferð stendur. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og því geta allir sótt þessa meðferð, óháð aldri, færni eða hugrænni getu.

Námskeiðið felur einnig í sér fræðslu í formi netfyrirlestra um heilan og hugarstarf sem þátttakendur horfa á á milli tíma. Þátttakendur fá aðgang að mínum síðum Heilaheilsu þar sem þeir geta nálgast allt efnið á meðan á námskeiði stendur. Hver fyrirlestur er um 20-30 mínútur. Auk þess er ætlast til þess að þátttakendur þjálfi heilann með tölvuforriti að minnsta kosti 1x í viku í 60 mínútur á meðan á námskeiði stendur.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt og læra minnis- og skipulagstækni.

 

Markmið námskeiðs:

  • Auka þekkingu á hugrænum þáttum, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða og/eða hvaða hlutverki þeir spila í okkar daglega lífi.
  • Auka þekkingu á hugrænum vanda
  • Auka þekkingu á eigin hugrænu styrkleikum og veikleikum
  • Bæta hugarstarf með þjálfun
  • Læra minnis- og skipulagstækni

Innifalið í námskeiði er:

  • 8 vikna námskeið þar sem hist er 1x í viku í 90 mínútur
  • Mæling á hugrænni getu. Notast er við rafrænt próf sem þátttakandi fær sent í tölvupósti. Prófið tekur um 40 mínútur og birtast niðurstöður í ítarlegri skýrslu.
  • Aðgangur að tölvuforriti í 12 vikur
  • Aðgangur að 8 netfyrirlestrum um heilann, hugarstarf og hugrænan vanda
  • Verkefnabók
Umsagnir þátttakenda
 
“Námskeiðið hjálpaði mér að bæta sjálfstraustið varðandi færni mína og getu, og hefur gefið mér tæki og tól til að viðhalda heilaheilsu og vitrænni færni út ævina”
 
“Þetta námskeið uppfyllti væntingar og vel það. Ég held að það gleymist í ýmissi endurhæfingu að huga að heilaheilsu og efla hugann. Námskeiðið opnaði augun um að skoða hvað gerist í heilanum við langvarandi álag, streitu/örmögnun og áföll og veitir manni innsýn hvað hefur verið að ganga á í lífi manns. Að það séu til skýringar á bak við það sem gerist í heilanum. Að fá verkfæri til þess að vera meðvitaður um heilann sinn og hvað maður getur gert til að vinna í að bæta heilaheilsu sem er ekki síðri en líkamleg heilsa. Frábært og nauðsynlegt námskeið”
 
“Ég vissi ekki hverju ég átti von á þegar ég mætti á námskeiðið. Væntanlega að nú væri bara ekki aftur snúið og minnið væri að eilífu glatað. Annað kom á daginn en með fræðslu og æfingum þá er ég á réttri leið til bata og betra minnis”
 
“Kennslan var frábær. mér fannst uppsetningin mjög góð, það er að horfa á fyrirlestra heima fyrir tíma, þannig að tíminn sjálfur nýttist vel í umræður og leiki til að vinna með án þess að verða þreyttur eins og vill verða eftir fyrirlestur á glæruformi í tíma. Tíminn nýttist mjög vel og hægt að ræða við kennara um það sem lá manni á hjarta varðandi hvað hefur gengið vel eða illa eða fá endurgjöf”
 
“Að hitta aðra sem eiga við svipaðan vanda að stríða var gagnlegt, þannig að maður fái að vita að maður sé ekki sá eini sem er að díla við eitthvað svona. Mjög fróðlegt og fræðandi og lætur mann aðeins hugsa um þetta málefni”

Næstu námskeið:

– 16. október 2024, klukkan 13-14:30

– 22. janúar 2025, klukkan 10-11:30

Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.