Hugræn endurhæfing/heilaþjálfun
89.900 kr.
Vilt þú bæta hugarstarf og heilaheilsu?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt og læra minnis- og skipulagstækni.j
8 vikna námskeið þar sem hist er 1x í viku í 90 mínútur.
Markmið námskeiðs:
- Auka þekkingu á hugrænum þáttum, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða og/eða hvaða hlutverki þeir spila í okkar daglega lífi.
- Auka þekkingu á hugrænum vanda
- Auka þekkingu á eigin hugrænu styrkleikum og veikleikum
- Bæta hugarstarf með þjálfun
- Læra minnis- og skipulagstækni
Innifalið í námskeiði er:
- Mæling á hugrænni getu. Notast er við rafrænt próf sem þátttakandi fær sent í tölvupósti. Prófið tekur um 40 mínútur og birtast niðurstöður í ítalregri skýrslu.
- Aðgangur að tölvuforriti í 12 vikur
- Verkefnabók
Hvar: Urðarhvarf 14, 3. hæð
Næsta námskeið byrjar 23. september klukkan 13-14:30.
Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.