Loading...
Fyrstu skref eftir heilahristing

9.900 kr.

Varst þú að fá heilahristing?

Ertu ekki viss hvað þú mátt og mátt ekki gera?

Í þessari fræðslu færðu allar upplýsingar og leiðbeiningar sem þú þarft til þess að ná bata eftir heilahristing
Rétt viðbrögð fyrstu dagana og vikurnar eftir heilahristing geta komið í veg fyrir langvarandi einkenni
  • Fagaðilar hafa ekki endilega þekkinguna á réttum viðbrögðum samkvæmt nýjustu rannsóknum – því er líklegt að þú hafir fengið og fáir misvísandi og misgagnleg skilaboð um viðbrögð
  • Skilningur og þekking á heilahristingi dregur úr hættu á langvarandi einkennum
  • Rannsóknir sýna að ef ekki er brugðist rétt við strax eftir heilahristing glíma 30 til 40% þeirra sem fá heilahristing við langvarandi einkenni en ef viðbrögð eru rétt strax eftir heilahristing lækkar sú tala niður í 5%!

 

Fræðslan inniheldur netfyrirlestra og handbók með ítarlegum leiðbeiningum sem þú getur nýtt þér strax í þínu bataferli.

Fræðslan svarar spurningum eins og: Hvað er að gerast í heilanum? Má ég sofa? Má ég taka verkjalyf? Hvenær á ég að leita upp á Bráðamóttöku, til læknis eða sjúkraþjálfara? Hversu mikið á ég að hreyfa mig? Hvenær má ég keyra? Hversu mikið á ég að vinna? Hvaða matarræði og bætiefni geta hjálpað mér?

Fyrirlesari er: Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og eigandi Heilaheilsu. Ólína hefur sérhæft sig í mati og meðferð heilahristingseinkenna.

Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.