Hjá Heilaheilsu starfa sálfræðingar með víðtæka reynslu af því að sinna ráðgjöf, greiningum og meðferð. Sálfræðingarnir eru allir með leyfi frá Landlækni og vinna eftir gagnreyndum aðferðum.

Einstaklingsmeðferð

Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir fullorðna við hvers konar vanlíðan og tilfinningavanda, s.s. við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu, geðrofseinkennum og/eða lágu sjálfsmati. 

Sálfræðingar okkar meðhöndla svefnvanda og tilfinningavanda sem fylgir heilahristingi og vinna í nánu samstarfi við aðra fagaðila á Háls- og höfuðáverka miðstöðinni.

 Hvernig bóka ég tíma:

Hægt er að bóka tíma hjá sálfræðingi í gegnum vefbókunarkerfi Heilaheilsu. Einnig er hægt að hringja í móttöku Heilsuverndar s: 510 6500 og biðja um tíma hjá einum af sálfræðingum Heilaheilsu.