Hjá Heilaheilsu starfa sálfræðingar með víðtæka reynslu af því að sinna ráðgjöf, greiningum og meðferð.
Flest stéttarfélög niðurgreiða þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Kynntu þér hvaða styrkir eru í boði hjá þínu stéttarfélagi og hvaða reglur gilda um endurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Að auki aðstoðar félagsþjónusta sveitarfélaga í mörgum tilfellum við að niðurgreiða kostnaðinn
Einstaklingsmeðferð
Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir fullorðna við hvers konar vanlíðan og tilfinningavanda, s.s. við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu, geðrofseinkennum og/eða lágu sjálfsmati. Sálfræðingar okkar meðhöndla einnig svefnvanda og tilfinningavanda sem fylgir heilahristingi og vinna í nánu samstarfi við aðra fagaðila Heilaheilsu.
Viðtal hjá sálfræðingi er 50 mínútur og kostar 21000
ADHD skimun og greining
Sálfræðingar Heilaheilsu sinna ADHD skimun og greiningu. Til að komast á biðlista fyrir ADHD skimun og/eða greiningu skal senda tölvupóst beint á heilaheilsa@heilaheilsa.is
Hvernig bóka ég tíma:
Hægt er að bóka tíma hjá sálfræðingi í gegnum vefbókunarkerfi Heilaheilsu eða með því að senda viðkomandi sálfræðingi tölvupóst. Einnig er hægt að hringja í móttöku Heilsuverndar s: 510 6500 og biðja um tíma hjá einum af sálfræðingum Heilaheilsu.