Fékkstu heilahristing?

Hvað geri ég ef ég fékk heilahristing fyrir MEIRA en 3. vikum síðan og er enn með einkenni?

  • Bókar tíma hér á vefsíðunni eða í síma 510-6500 hjá sérfræðingi Heilaheilsu í mati og meðferð heilahristingseinkenna. Því fyrr sem gripið er inn í bataferlið með réttri greiningu og meðferð því betri líkur eru á fullum bata.
  • Kaupir netfræðsluna “Allt um heilahristing og langvarandi einkenni” hér á vefsíðu Heilaheilsu. Þekking og skilningur á einkennum er lykilþáttur í árangursríkri meðferð.

Hvað geri ég ef ég fékk heilahristing fyrir MINNA en 3. vikum síðan? 

  • Kaupir strax netfræðsluna “Fyrstu skrefin eftir heilahristing” hér á vefsíðu Heilaheilsu.
  • Sendir tölvupóst á olina@heilaheilsa.is til að bóka tíma

ATH! Ef þú ert yngri en 18 ára bókar þú tíma með því að senda tölvupóst á olina@heilaheilsa.is 

Heilahristingur

Hvað er heilahristingur?

Heilahristingur getur orðið hvenær sem högg kemur á líkama eða höfuð sem verður til þess að höfuðið slengist til. Ólíkt því sem margir halda er meðvitundarleysi ekki skilyrði til þess að greina megi heilahristing. Einkenni þurfa heldur ekki öll að koma fram strax. 

Rannsóknir sýna að um 30-40% þeirra sem fá heilahristing glíma við langvarandi einkenni sem geta haft mikil áhrif á líkamlega heilsu, starfshæfni, líðan og almenn lífsgæði. 

Helstu einkenni:

Líkamleg

Höfuðverkur, þrýstingur í höfði, verkir í hálsi, ljós- og hljóðfælni, svimi, sjóntruflanir, þreyta, jafnvægistruflanir, ógleði eða uppköst

Hugræn

Minnistruflanir, einbeitingarskortur, líða eins og að allt sé í þoku, hægari hugsun og viðbrögð

Sálræn

Kvíði, tilfinningasveiflur, aukin viðkvæmni, áhyggjur og streita, þunglyndiseinkenni, pirringur,

Truflanir á svefni

Erfiðleikar með að sofna, vakna oft að nóttu, sofa meira eða minna en venjulega

Áherslur í meðferð

Eftir að þú bókar tíma hjá sérfræðingi í mati og meðferð heilahristings verður þú beðin um að svara spurningalista um líðan og einkenni. Spurningalistann færð þú sendann í tölvupósti ásamt staðfestingu á bókun. Skila þarf inn svörum fyrir fyrsta viðtalið.

Fyrsta viðtalið tekur um 90 mínútur þar sem einkenni eru kortlögð og áætlun gerð um meðferð.

Netfræðsla um heilahristing

Rannsóknir sýna að skilningur og þekking á heilahristingseinkennum og viðhaldandi þáttum er lykilþáttur í árangursríkri meðferð. Heilaheilsa býður upp á netfræðslu um heilahristing sem byggir á nýjustu rannsóknum. Nánari upplýsingar um netfræðsluna má finna á heimasíðunni undir netfræðsla og námskeið.

Árangurstengd og sérhæfð meðferð

Þverfagleg nálgun er lykilatriði í meðferð eftir heilahristing. Heilaheilsa býður ekki upp á sjúkraþjálfun, en leggur áherslu á gott samstarf við aðra fagaðila, s.s. sjúkraþjálfara og sálfræðinga. Heilaheilsa er í góðu samstarfi við fagaðila hjá K!M endurhæfingu sem hafa sérhæft sig í meðferð háls- og höfuðáverka og eru staðsettir á sama stað. Ef þig vantar sjúkraþjálfun mælir Heilaheilsa með því að þú bókir tíma hjá K!M endurhæfingu í síma 510-6500.

Sálfræðimeðferð

Að glíma við langvarandi einkenni heilahristings getur verið erfið reynsla og haft víðtæk áhrif á hugsun, tilfinningar og hegðun. Rannsóknir sýna að einkenni kvíða, streitu og þunglyndis eru algeng í þessum hópi og geta hægt á bataferlinu. Sálfræðingar Heilaheilsu sérhæfa sig í að meðhöndla tilfinningavanda sem fylgir oft heilahristingi s.s. kvíða, depurð, vonleysi, áfallastreitu og svefnvanda.

Hreyfing og áreynsluþjálfun

Hreyfing og áreynsluþjálfun er ein árangursríkasta meðferðin við langvarandi einkennum heilahristings. Íþróttafræðingar framkvæma mælingar, gefa leiðbeiningar um viðeigandi hreyfingu og stýra áreynsluþjálfun. Íþróttafræðingar Heilaheilsu sinna þjálfun í tækjasal á móttökunni að Urðarhvarfi 14, en einnig í nærumhverfi skjólstæðinga og/eða í samstarfi við aðra þjálfara eða sjúkraþjálfara.

Heilahristingur
Heilahristingur
Heilahristingur
Heilahristingur
0