Heilahristingur

Heilaheilsa veitir gagnreynda og árangurstengda þjónustu við einkennum heilahristings. Langvarandi einkenni heilahristings geta haft gríðarleg áhrif á lífsgæði og því fyrr sem gripið er inn í ferlið með sérhæfðri meðferð því mun meiri líkur á fullnægjandi bata. 

Í samstarfi við K!M endurhæfingu, Heilsuvernd og NeckCare hálsgreiningu starfrækir Heilaheilsa háls- og höfuðáverka miðstöðina að Urðarhvarfi 14. Þar geta þeir sem fengið hafa áverka á háls og/eða höfuð fengið þverfaglega og árangurstengda þjónustu. 

Hvað get ég gert ef ég hef fengið heilahristing? 

Ef þú hefur fengið heilahristing og einkenni eru enn til staðar eftir 7-10 daga er mælt með að þú bókir tíma hjá sérfræðingi Heilaheilsu í mat og meðferð heilahristingseinkenna. 

Allir sem leita til okkar fara í gegnum matsferli þar sem einkenni eru metin. Viðtal hjá sérfræðingi felur í sér mat á einkennum og í kjölfarið eru lögð drög að meðferðaráætlun. Eftir tilvikum er mikilvægt að hitta einnig sjúkraþjálfara, íþróttaþjálfara, sálfræðing eða aðra fagaðila. 

Heilaheilsa mælir með því að allir þeir sem hafa fengið heilahristing kaupi netfræðslu um heilahristing á sölusíðu Heilaheilsu. 

 1. Netfræðsla fyrir þá sem fengu heilahristing fyrir meira en 14 dögum síðan:  Allt sem þú þarft að vita um heilahristing. 
 2. Netfræðsla fyrir þá sem eru nýbúnir að fá heilahristing: Fyrstu skrefin eftir heilahristing

Heilahristingur

Hvað er heilahristingur

Heilahristingur getur orðið hvenær sem högg kemur á líkama eða höfuð sem verður til þess að höfuðið slengist til. Ólíkt því sem margir halda er meðvitundarleysi ekki skilyrði til þess að greina megi heilahristing. Einkenni þurfa heldur ekki öll að koma fram strax. 

Rannsóknir sýna að um 30-40% þeirra sem fá heilahristing glíma við langvarandi einkenni sem geta haft mikil áhrif á líkamlega heilsu, starfshæfni, líðan og almenn lífsgæði. 

Helstu einkenni:

Líkamleg

Höfuðverkur, þrýstingur í höfði, verkir í hálsi, ljós- og hljóðfælni, svimi, sjóntruflanir, þreyta, jafnvægistruflanir, ógleði eða uppköst

Hugræn

Minnistruflanir, einbeitingarskortur, líða eins og að allt sé í þoku, hægari hugsun og viðbrögð

Sálræn

Kvíði, tilfinningasveiflur, aukin viðkvæmni, áhyggjur og streita, þunglyndiseinkenni, pirringur,

Truflanir á svefni

Erfiðleikar með að sofna, vakna oft að nóttu, sofa meira eða minna en venjulega

Áherslur í meðferð

Eftir að þú bókar tíma hjá sérfræðingi í mati og meðferð heilahristings verður þú beðin um að svara spurningalista um líðan og einkenni. Spurningalistann færð þú sendann í tölvupósti ásamt staðfestingu á bókun. Skila þarf inn svörum fyrir fyrsta viðtalið.

Fyrsta viðtalið tekur um 90 mínútur þar sem einkenni eru kortlögð og áætlun gerð um meðferð.

Netfræðsla

Heilaheilsa býður upp á fræðsla um háls- og höfuðáverka, en rannsóknir sýna að fræðsla um einkenni, orsakir og batahorfur eftir heilahristings sé einn af lykilþáttum í árangursríkri meðferð. Fræðsluna er hægt að kaupa á vefsíðu Heilaheilsu og fer fram í gegnum netið.

Áherslur í netfræðslunni er eftirfarandi:

 • Einkenni, orsakir og batahorfur (Háls og heili)
 • Ólíkar tegundir heilahristings
 • Kvíði og vanlíðan eftir áverka
 • Algengar hugsanaskekkjur eftir áverka
 • Hlutverk hreyfingar
 • Svefn eftir áverka
 • Skynúrvinnsla (sjón og heyrn)
 • Næring og bætiefni
 • Áhrif streitu
 • Hugarstarf (s.s. athygli, minni, vinnsluhraði)
 • Félagsleg réttindi
 • Hormónastarf eftir höfuðáverka
 • Áhrif áverka á sambönd og kynlíf
 • Hvernig er meðferð háttað hjá Heilheilsu og samstarfsaðilum

Árangurstengd og sérhæfð sjúkraþjálfun

Viðeigandi sjúkraþjálfun er ákveðin með sjúkraþjálfurum hjá K!M endurhæfingu sem sérhæfa sig m.a. í greiningu og meðferð hálsvanda.

Sálfræðimeðferð

Að glíma við langvarandi einkenni heilahristings getur verið erfið reynsla og haft víðtæk áhrif á hugsun, tilfinningar og hegðun. Rannsóknir sýna að einkenni kvíða, streitu og þunglyndis eru algeng í þessum hópi og geta hægt á bataferlinu. Sálfræðingar Heilaheilsu sérhæfa sig í að meðhöndla tilfinningavanda sem fylgir oft heilahristingi s.s. kvíða, depurð, vonleysi, áfallastreitu og svefnvanda.

Hreyfing og áreynsluþjálfun

Hreyfing og áreynsluþjálfun er árangursrík meðferðin við langvarandi einkennum heilahristings. Íþróttafræðingar framkvæma mælingar, gefa leiðbeiningar um viðeigandi hreyfingu og stýra áreynsluþjálfun. Íþróttafræðingar sinna þjálfun í tækjasal á móttökunni að Urðarhvarfi 14, en einnig í nærumhverfi skjólstæðinga og/eða í samstarfi við aðra þjálfara eða sjúkraþjálfara.

Heilahristingur
Heilahristingur
Heilahristingur
Heilahristingur