Thelma hefur öðlast þjálfun og reynslu í gagnreyndu meðferðarúrræði sem kallast Díalektísk atferlismeðferð (DAM). DAM meðferð byggir á fjórum grunnþáttum: Núvitund, tilfinningastjórn, samskiptafærni og streituþol. Áhersla er lögð á aukna meðvitund um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð, bættri samskiptafærni og færni í tilfinningastjórn.
Samhliða starfi sínu hjá Heilaheilsu vinnur hún sem sálfræðingur í DAM teymi Landspítalans. Þar sinnir hún bæði einstaklingsviðtölum og hópmeðferðum.