Thelma Smáradóttir
SÁLFRÆÐINGUR

Thelma sinnir meðferð fullorðinna og ungmenna eftir grunnskólaaldur. Hún sinnir meðferð við kvíða, þunglyndi, áfallastreitu, lágu sjálfsmati og ýmsum tilfinningavanda.

Bóka viðtal

Hleð inn ...
Thelma

Menntun

Thelma stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan BSc í sálfræði árið 2017 og MSc í klínískri sálfræði árið 2020. Í náminu hlaut Thelma fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga. Starfsnám hennar fór fram hjá transteymi Landspítalans, Kvíðameðferðarstöðinni og Sálstofunni. Í starfsnáminu tók hún þátt í hópmeðferðum við félagskvíða, prófkvíða og kulnun í starfi.

Starfsreynsla

Thelma hefur öðlast þjálfun og reynslu í gagnreyndu meðferðarúrræði sem kallast Díalektísk atferlismeðferð (DAM). DAM meðferð byggir á fjórum grunnþáttum: Núvitund, tilfinningastjórn, samskiptafærni og streituþol. Áhersla er lögð á aukna meðvitund um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð, bættri samskiptafærni og færni í tilfinningastjórn.

Samhliða starfi sínu hjá Heilaheilsu vinnur hún sem sálfræðingur í DAM teymi Landspítalans. Þar sinnir hún bæði einstaklingsviðtölum og hópmeðferðum.

Rannsóknir og greinar

Prevalence and Effects of Antidepressants during Pregnancy on Infant Outcomes among Women in Iceland, MSc lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík

Áhugamál

Áhugamál Thelmu eru samvera og ferðalög með fjölskyldunni, hreyfing og útivist. Hún stundaði knattspyrnu í mörg ár á sínum yngri árum en stundar hlaup og líkamsrækt í dag. Hún stundar einnig skíði og snjóbretti þegar tími gefst.

Hafa samband