Snæbjört Sif Jóhannesdóttir
Sálfræðingur

Snæbjört sinnir greiningu og meðferð fullorðinna og ungmenna á kvíðaröskunum, þunglyndi, lágu sjálfsmati, áfallastreitu og öðrum tilfinningalegum vanda. Hún tekur einnig á móti aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænan vanda.

Bóka viðtal

Hleð inn ...
Mynd Snæbjört-500x500bw

Menntun

Menntun: Snæbjört lauk BSc námi í sálfræði árið 2020 og MSc í klínískri sálfræði árið 2022. Snæbjört hlaut víðtæka klíníska þjálfun í námi sínu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í Sálfræðiráðgjöf háskólanema og á Kvíðameðferðarstöðinni

Starfsreynsla

Snæbjört starfaði með ungmennum með fötlun á árunum 2019-2022. Snæbjört hefur starfað sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans frá 2022. Þar sinnir hún m.a. einstaklingsviðtölum og hópmeðferðum ásamt því að vinna náið með aðstandendum þeirra sem nýta sér þjónustu geðsviðs Landspítala. Snæbjört hefur fengið þjálfun og reynslu í Hugrænni atferlismeðferð (HAM/CBT).  Snæbjört hefur þar að auki hlotið þjálfun í hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM/CPT).

Rannsóknir og greinar

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Creatures of Habit Scale og Habit Index of Negative Thinking, BSc lokaverkefni: Háskóli Íslands.

Downstream Effects of Using a Brief Mental Imagery Competing Intervention to Target Intrusive Memories of Trauma Among Icelandic Women: An Exploratory Pilot Randomised Controlled Trial, MSc lokaverkefni: Háskóli Íslands.

Áhugamál

Áhugamál Snæbjartar eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt gæðastundum með fjölskyldunni. Eins hefur hún yndi af alls kyns handavinnu