Ernir lauk BSc námi í sálfræði árið 2019, diplómanámi í lýðheilsuvísindum árið 2020 og MSc í klínískri sálfræði árið 2022. Ernir hlaut víðtæka klíníska þjálfun í námi sínu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í Sálfræðiráðgjöf háskólanema og á Landspítalanum.