Aníta Ósk Georgsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR

Aníta sinnir meðferð fullorðinna og ungmenna. Hún sinnir hugrænni endurhæfingu eftir
höfuðáverka sem og meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati og greiningum á ADHD.

Bóka viðtal

Hleð inn ...
1

Menntun

Aníta Ósk Georgsdóttir útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið
2019 og með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Aníta hlaut víðtæka
klíníska þjálfun í námi sínu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í Sálfræðiráðgjöf
háskólanema sem og á Reykjalundi. Áðurnefnd þjálfun byggði á gagnreyndum
meðferðarúrræðum og öðlaðist Aníta víðtæka reynslu þaðan. Samhliða námi starfaði Aníta við
vísindarannsóknir, flestar á sviði taugasálfræði. Eftir útskrift úr MSc námi í klínískri sálfræði hóf
Aníta störf á Minnismóttöku Landspítalans þar sem hún sinnti taugasálfræðilegu mati.

Starfsreynsla

Aníta hefur öðlast þjálfun og reynslu í gagnreyndu meðferðarúrræði sem nefnist Hugræn
atferlismeðferð (HAM). Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri grundvallarforsendu að hugsun
okkar hafi veruleg áhrif á líðan okkar og hegðun. Einnig hefur Aníta öðlast þjálfun í Acceptance
and Commitment Therapy (ACT) en sú meðferð á rætur sínar að rekja til HAM. ACT byggir á
þeirri hugmyndafræði að fólk geti öðlast bætta líðan með því að sættast við eigin hugsanir og
tilfinningar og að það geti lifað lífi sínu í samræmi við eigin lífsgildi með því að hafa áhrif á
hegðun.

Rannsóknir og greinar

Software Database of Sigla 3.3: Detecting At-Risk Individuals for Cognitive Decline Utilising
Lifestyle Indices, Health-Related Factors, Neuropsychological Measures and
Electroencephalographic Data, M.Sc. lokaverkefni: Háskóli Íslands
Ívarsson, E. o.fl. (2019, 26.-28. september). A novel technique to trigger high beta and low
gamma activity in patients with schizophrenia. Í: Henriques, J., Neves, N. og de
Carvalho, P. (ritsj.), XV Mediterranean Conference on Medical and Biological
Engineering and Computing – MEDICON 2019 (bls. 1064-1070), Coimbra, Portúgal.
https://doi.org/10.1007/978-3-030-31635-8_129

Áhugamál

Áhugamál Anítu eru samvera og ferðalög með fjölskyldu og vinum, innanhúshönnun, tónlist og hreyfing

Hafa samband