Ernir Númi Hrafnsson
Sálfræðingur

Ernir sinnir greiningu og meðferð fullorðinna og ungmenna á kvíðaröskunum, þunglyndi lágu sjálfsmati, áfallastreitu og öðrum tilfinningalegum vanda.

Bóka viðtal

Hleð inn ...
Ernir mynd svart hvít-500x500

Menntun

Ernir lauk BSc námi í sálfræði árið 2019, diplómanámi í lýðheilsuvísindum árið 2020 og MSc í klínískri sálfræði árið 2022. Ernir hlaut víðtæka klíníska þjálfun í námi sínu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í Sálfræðiráðgjöf háskólanema og á Landspítalanum.

Starfsreynsla

Ernir starfaði sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans frá árinu 2018 til 2022. Ernir hefur starfað sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans frá 2022. Þar sinnir hún m.a. einstaklingsviðtölum og hópmeðferðum. Ernir hefur fengið þjálfun og reynslu í Hugrænni atferlismeðferð (HAM/CBT).  Ernir hefur þar að auki hlotið þjálfun í hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM/CPT) við áfallastreitu.

Rannsóknir og greinar

Association between communication, health and well-being during COVID-19: The role of quarantine. MSc lokaverkefni: Háskóli Íslands

Áhugamál

Áhugamál Ernis eru hundar, útivist, ferðalög innanlands jafnt sem utanlands, tónlist og tölvuleikir.