63.000 kr.
Námskeiðið byggir á starfsmiðaðri hugrænni endurhæfingu (e. employment focused cognitive rehabilitation)
Markmið námskeiðsins er að styrkja hugræna ferla, auka vitund um áhrif ytri þátta á hugarstarf og læra hjálplegar aðferðir til að takast á við hugrænt álag og áreiti í vinnu og námi.
Innihald námskeiðs
Námskeiðið er alls 6 vikur og felur í sér netfræðslu, umræður, verkefnavinnu og heilaþjálfun með tölvuforritum.
- 6 hóptímar (90 mínútur) með umræðum og kennslu aðferða til að
o Auka einbeitingarúthald
o Takast á við félagslegar kröfur og áreiti
o Þekkja sín hugrænu mörk og taka heilahvíld
o Draga úr innri og ytri truflunum
o Finna jafnvægi í hugrænu áreiti
o Undirbúa sig fyrir auknar kröfur á heilann með endurkomu í vinnu og fyrirbyggja bakslög
o Læra á áhrif skynáreitis og leiðir til að aðlaga umhverfi að þörfum
- 7 fyrirlestrar sem þátttakendur horfa á milli tíma. Efni fyrirlestra:
- Kynning á námskeiði
- Athygli, minni og einbeitingarúthald
- Endurkoma og bakslög
- Félagslegt áreiti
- Heilaþrek og heilahvíld
- Truflanir
- Streita og skynúrvinnsla
- Aðgangur að tölvuforriti á meðan á námskeiði stendur
- Verkefnabók
Námskeiðið hentar öllum þeim sem:
- Stefna aftur í nám eða vinnu á næstu vikum/mánuðum
- Eru í hlutastarfi/námi
- Eru byrjaðir að taka sín fyrstu skref aftur út á vinnumarkað eftir hlé
- Vilja auka hugrænt úthald í starfi og námi
- Finna fyrir heilaþoku, vanda með athygli, minni eða einbeitingarúthald óháð orsökum
Kennari er Dr. Ólína G. Viðarsdóttir, eigandi Heilaheilsu og sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Tímasetning og fyrirkomulag
Námskeiðið fer fram í opnum hópum þar sem þátttakandi getur byrjað þegar það hentar honum best. Gert er ráð fyrir að þátttakandi mæti í sex skipti í röð.
- Tímabil námskeiðs: 1. október – 5. nóvember 2025
- Kennt er1x í viku, á miðvikudögum klukkan 10-11:30