Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen Framkvæmdastýra, Phd nemi við sálfræðideild HR.

Menntun og störf

Ingunn lauk BS prófi við sálfræðideild Háskóla Íslands 2011 og MS prófi í vinnu- og félagssálfræði við Háskóla Íslands 2013. Hún er nú við það að ljúka doktorsprófi frá Háskólanum í Reykjavík þar sem viðfangsefni rannsóknarinnar er heilahristingur á meðal íþróttafólks. Ingunn starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri bardagaíþróttafélagsins Mjölnis frá 2013-2019. Hún hefur sérstakan áhuga á endurhæfingu eftir höfuðáverka, fyrirbyggjandi þáttum og hvernig hægt er að vinna á langvarandi einkennum eftir heilahristing. Ingunn vinnur með teymi háls- og höfuð miðstöðvarinnar við að vinna sérhæfð prógrömm, tekur að sér fræðslu um heilahristing, ásamt því að sinna almennum rekstri Heilaheilsu og svara fyrirspurnum. 


Rannsóknir

Postural control and virtual reality: towards defining biomarkers of sport-related concussions among female athletes (Submitted). Jacob, D.Unnsteinsdóttir Kristensen, I., Aubonnet, R., Recenti, M., Donisi, L., Ricciardi, C., Jónsdóttir, M. K., Kristjánsdóttir, H., Helga Á. Sigurjónsdóttir, H. Á., Cesarelli, M., Eggertsdóttir Claessen, L. Ó., Mahmoud Hassan, Hannes Petersen, H., Gargiulo, P. 

Jonsdottir, M.K., Kristofersdottir, K.H., Runolfsdottir, S., Kristensen, I.S.U., Sigurjonsdottir, H.A., Eggertsdottir, L.O., Kristjansdottir, H. (submitted). Concussion among female athletes in Iceland: Stress, depression, anxiety and quality of life. 

Kristensen, I.U., Kristjánsdottir, H., Jónsdóttir M. (In press) Concussion History, Mental Health, and Attention-Related Errors among Female Amateur MMA Fighters at the 2019 IMMAF European Championship: A Descriptive Study. Annals of Applied Sport Science. Published online January 2021. 

Kristjánsdóttir, H., Brynjarsdottir, R., Unnsteinsdottir, I., Sigurjonsdottir, H., Claessen, L., & Jonsdottir, M. (accepted). Self-reported concussion history among Icelandic female athletes with and without a definition of concussion. The Clinical Neuropsychologist. Published online September 29

ADHD among prison inmates: Pathways into substance use 2011. MSc lokaverkefni: Háskóli Íslands.

 

Áhugmál

Ingunn hefur mikinn áhuga á hversskonar líkamsrækt og er með blátt belti í Brasilísku jiu jitsu. Henni finnst gaman að dansa, eyða tíma með fjölskyldu og vinum og elda og borða góðan mat. Ingunn hefur setið í stjórn Mjölnis félags og Mjölnis ehf., Íslenskrar ættleiðingar og hefur verið virk í nemendafélögum í gegnum allan sinn námsferil.

Senda skilaboð til Ingunnar