Heiðrún HafþórsdóttirSálfræðingur

Heiðrún sinnir greiningu og meðferð fullorðinna og ungmenna við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum vanda.

 

Menntun og störf

Heiðrún lauk BSc námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómanámi í lýðheilsuvísindum árið 2018 og MSc námi í klínískri sálfræði árið 2020. Heiðrún hefur unnið á geðsviði Landspítala frá árinu 2013. Samhliða starfi sínu hjá Heilaheilsu starfar Heiðrún sem sálfræðingur í Samfélagsgeðteymi Landspítala þar sem hún sinnir m.a. einstaklingsviðtölum og hópmeðferðum.

 

Rannsóknir

Haftorsdottir, H., Vidarsdottir, O.G., Brynjarsdottir, BB., Magnusdottir, BB. Metacognitive Intervention in Early Psychosis: A Pilot Study.

 

Áhugamál

Heiðrún hefur áhuga á nánast öllu sem viðkemur útivist, hreyfingu, ferðalögum, góðum mat og skemmtilegu fólki. Heiðrún æfði bæði fótbolta og handbolta á yngri árum og hefur enn mikinn áhuga á íþróttum.

Senda skilaboð til Heiðrúnar