Fyrirtæki og fagaðilar

Heilaheilsa býður upp á námskeið og fræðslu um heilaheilsu fyrir stofnanir, vinnustaði og félagasamtök sem og handleiðslu fyrir fagaðila. Við sérsníðum fræðsluna að ykkar hóp.

Dæmi um námskeið og fræðslu í boði hjá Heilaheilsu:

  • Hugræn geta og endurhæfing fólks með geðraskanir
  • Hugræn þjálfun fyrir fólk með geðraskanir: fræðsla, innleiðing aðferða og handleiðsla
  • Heilaheilsa og þjálfun hugans – námskeið fyrir fagaðila sem vinna með eldra fólki
  • Minni og minnistækni
  • Heilaheilsuvænt líf

Fyrirlesari er dr. Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við olina@heilaheilsa.is